← Older posts

Sölvi kveður keppnishestana sína. Topprekur og Valgautur á leið til Þýskalands.

Posted on by drifa

Komið að leiðarlokum.  Topprekur og Valgautur frá Torfastöðum eru að fara erlendis og komast ekki heim aftur.  Sölvi reynslunni ríkari kveður vini sína.

Síbíl frá Torfastöðum IS2007288501

Posted on by drifa
Síbíl frá Torfastöðum Síbíl frá TorfastöðumHér fyrir neðan fylgir flott myndband af Síbíl og Davíð sett inná Facebókina í dag.  Klikkið á línuna hér fyrir neðan.
Móðir:  Silkisif frá Torfastöðum IS1994288501
Faðir:  Gígjar frá Auðsholtshjáleigu  IS2000187051

 

Síbíl frá Torfastöðum og Davíð Óskarsson

Tungufljót opnað 1. júlí 2012

Posted on by drifa

Árni Baldursson opnaði Tungufljótið sjálfur og veiddi fyrsta laxinn í sumar.  Skemmtilegt.  Nokkrar myndir af atburðinum við fossinn Faxa.

Tungufljót opnunardagur 2012 Faxi í Tungufljóti Fyrsti laxinn í Tungufljóti 2012

Fleiri folöld á Torfastöðum

Posted on by drifa

Kom heim á Torfastaði af skemmtilegu ættarmóti á Höfn, afkomendur Guðlaugar Helgu. Allt með kyrrum kjörum á Torfastöðum en nokkrar hryssur höfðu þó kastað á meðan við vorum í burtu.  Tók nokkrar myndir af ungviðinu og mæðrum þeirra.

Brák frá Torfastöðum með hryssu undan Glimi Ráðgríð frá Torfastöðum og sonur Végeirs fædd 10. júní 2012 Reiginleif frá Torfastöðum með son Végeirs frá Torfastöðum Snjálaug frá Torfastöðum og Végeirsdóttir Geirný frá Torfastöðum og sonur hennar og Végeirs Gná frá Torfastöðum og sonur

Folald fæðist og barnabörnin glöð

Posted on by drifa

Frigg og Stormur voru í pössun á Torfastaði og dvöldu í rúman sólarhring .  Á sunnudeginum kastaði Ríkey frá Torfastöðum og það var spennandi að fá að klappa nýja folaldinu hennar. Faðirinn er Hárekur frá Torfastöðum.

Hryssa Ríkeyjardóttir og Háreksdóttir Folald Ríkeyjar 2012 Folaldið og Stormur + Frigg Frigg á útreiðum Rafill, Frigg og Stormur Stormur og Refill

Afmæli Ólafs 13. maí 2012

Posted on by drifa

Ég set inn nokkrar myndir af afmælisveislunni í Aratungu og svo hjálpuðu barnabörnin afa sínum að taka upp pakkana daginn eftir.

Afmæli Ólafs Jóhann Kristján, Ingibjörg og Inga. Stormur, Margrét og Frigg. Bíbí og Andri Björt og Birgir Ólafur afmælisbarn

Torfastaðir, yndislegt veður og borðað úti í fyrsta sinni á árinu.

Posted on by drifa

Fannar og börn auk Kára vinar komu í gær og við borðuðum í hádeginu úti, amma grillaði og allir duglegir að borða enda búin að vinna mikið, girða og hjálpa …

Grill úti í fyrsta sinni 2012 (29.4.2012) Frigg matast með sólgleraugu Afi sker niður í barnabörnin

Guðrún Helga sýnir í Listaháskólanum

Posted on by drifa

Guðrúnu Helgu tengdadóttir mín vann útfrá Marie Antoinette og skilaði verki sínu svona.  Flott hjá henni, mjööög flott. Gaman að skoða sýningu 7 nemenda í fatahönnunardeildinni (fyrsta ár) sem þær settu upp og sýndu á föstudaginn.  Hér koma nokkrar myndir af verki Guðrúnar Helgu og gestum.

Guðrún Helga Hönnuður framtíðarinnar Marie Antoinette verk Guðrúnar Helgu

Kínversk sendinefnd á Torfastöðum

Posted on by drifa

Við fengum hluta af sendinefnd Kínverjanna í stutta heimsókn áðan.  Þeir vildu m.a. skoða folaldið sem við gáfum fyrir tveimur árum til Kína.  Ísey í útreiðum. Kínverjar skoða hesta Kínverjar í heimsókn

Fann sauðfé síðasta vetrardag 17. apríl 2012.

Posted on by drifa

Mig rak í rogastans þegar ég hitti þessar rollur á beit á útsýnispallinum fyrir ofan Laugarvatn og fleiri ofan vegar þann 17. apríl 2012.   Taldi rúmlega 50 kindur.  Kindur Kindur á útsýnispalliKindur hvert er markiðEnn fleiri kindurKindur séð yfir LaugarvatnFé ofan vegar.

← Older posts