← Ánægjulegur september					Gautrekur og Hekla Katharína heimsmeistarar 2011 →
					
		Hárið hittingur eftir 40 ár
nóvember 21, 2011 
  
 
Ég var í mjög skemmtilegu samkvæmi um helgina.   Við sem tókum þátt í fyrstu uppfærslu á Hárinu árið 1971 sem leikfélag Kópavogs setti  upp í Glaumbæ, við hittumst og áttum mjög skemmtilega samveru, teyti, endurupplifun, í leikhúsi Brynju Ben. heitinnar og Erlings Gíslasonar.  Það átti mjög vel við enda var Brynja Benediktsdóttir leikstjórinn og við berum öll mjög hlýjan hug til hennar.