Um Torfastaði

Torfastaðir eru í Biskupstungum, á leiðinni að Geysi og Gullfossi, um 88 kílómetra frá Reykjavík, mjög stutt frá Skálholti. Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir eiga Torfastaði og búa þar. Þar var einnig rekið Meðferðarheimilið Torfastöðum á árunum 1979-2004.

Hrossabúskapur er aðaláhugamál Torfastaðahjóna. Hrossarækt er talsverð, margar hryssur hafa fengið fyrstu verðlaun í ræktuninni. Randalín IS1989287505 frá Torfastöðum stendur þar efst, og dóttir hennar Randfríður frá Torfastöðum IS1999288504 hlaut einkunnina 8,30 á Landsmóti hestamanna 2004.

Öll hrossin okkar eru skráð í http://www.worldfengur.com. Einnig er hægt að sjá fleiri myndir á drifakristjans.blog.is

Sumarið 2003 var skipulagt sumarhúsasvæði á Torfastöðum. Svæðið er rétt fyrir ofan bæinn, útsýnið alveg frábært. Nánari upplýsingar eru síðunni um frístundabyggð.

Hvar eru Torfastaðir?

Torfastaðir eru í Biskupstungum, á leiðinni að Geysi og Gullfossi, um 88 kílómetra frá Reykjavík, mjög stutt frá Skálholti.

Torfastaðir
Biskupstungum
801 Selfoss
Sími: 486 8864, 862 9320 og 840 6500
Email: torfast@simnet.is
Drífa Kristiánsdóttir
Ólafur Einarsson