Frístundabyggð

Sumarhúsalóðir á Torfastöðum

Höfum deiliskipulagt mjög fallegar grónar útsýnislóðir á Torfastaðaheiði, rétt ofan við bæinn okkar á Torfastöðum í Biskupstungum.
Geysir, Gullfoss, Skálholt eru í næsta nágrenni og mjög stutt á hálendið. Stutt er á Kjöl en þar eru áningastaðirnir: Fremstaver, Árbúðir, Hvítárnes, Svartárbotnar.  Einnig eru Kerlingarfjöll á Kili. Margir golfvellir í nágrenninu t.d. á Kiðjabergi, Geysi, í Úthlíð, Miðdal á Flúðum, og væntanlegur völlur á Borg (í byggingu).
Æðislegt veður er í Biskupstungum og yndislegt útsýni frá Torfastaðaheiði. Heitt og kalt vatn, rafmagn. Leigu-og eignalóðir.
Upplýsingar fást hjá Ólafi og Drífu í síma 486-8864, Ólafur 862-9320 Drífa 840-6500.
Ef smellt er á hlekkkin hér að neðan hægt að sjá deiliskipulagið sem er fyrir sumarhúsasvæðið.
Deiliskipulag – Samþykkt Skipulag

Myndir


Bjarnarfell, Langjökull

Vörðufell, Hestfjall

Horft til suðurs, Tungufljót, Höfði og Langholt

Hekla, drottning fjallanna