Á Torfastöðum er til úrval kynbótahryssa, stóðhesta og hrossa til sölu á öllum aldri og öllum stigum tamningar.  Segja má að hrossarækt hafi átt upphaf sitt hjá okkur Ólafi og Drífu á Torfastöðum við það að við við eignuðumst tvö merfolöld fædd 1981 og 1982.

Þetta voru hryssurnar Gefn IS1981284600 frá Gerðum og Vera IS1982287057 frá Kjarnholtum. Gefn er undan Ófeigi frá Flugumýri og faðir Veru er Hrafn frá Holtsmúla.

Það var auðvitað ekki fyrr en mörgum árum seinna sem afkvæmi Gefn og Veru sýndu sína kosti. Tvær góðar hryssur fæddust árið 1989 og urðu báðar hátt dæmdar kynbótahryssur. Faðir beggja var Goði frá Sauðárkróki. Gefn gaf okkur hryssuna Hildisif IS198928750 og Vera gaf okkur Randalín IS198928750 . Báðar hlutu 1. einkunn í kynbótadómi, Randalín fékk 8,39 og Hildisif 8,13.

Vinsamlegast veldu flokk hér að neðan til að sjá nánari upplýsingar: