Newer posts →

Gautrekur frá Torfastöðum og Hekla Katharína efst í fjórgangi ungmenna á Gullmótinu og unnu líka töltið

Posted on by drifa

Gautrekur frá Torfastöðum og Hekla Katharína

Þau standa sig vel Hekla Katharína og Gautrekur frá Torfastðum.  Eru í efsta sæti ungmenna á Gullmótinu (úrtöku fyrir heimsmeistarakeppnina) Þau voru líka að vinna töltið fengu einkunnina 7;50.  Húrra fyrir þeim.  Unnu bæði töltið og fjórganginn.

Tungufljótsdeild

Posted on by drifa

Hér  er niðurstaða héraðsdóms Suðurlands í máli um rétt eigenda til að veiða í eigin landi þegar veiðiheimildir hafa verið leigðar þriðja aðila  S-521-2010

Torfastaðir tiltekt fyrir brúðkaupið!!!

Posted on by drifa

Tekið til á TorfastöðumTorfastaðir, hreingerningEldur, Fannar, Björt Birgir og börnÞað var mikill handagangur í öskjunni á Torfastöðum um helgina (Hvítasunna)  Börn, tengdabörn og barnabörn öll mætt til að láta hendur standa fram úr ermum og árangurinn eftir því.  Allt tekur miklum breytingum, gerði máluð, stéttar þrifnar og órækt hreinsuð.  Enn er þó nóg eftir þótt margt sé búið.  Hlökkum mikið til næstu vikna…  Gaman gaman.

Björt formaður Geðhjálpar

Posted on by drifa

Björt Ólafsdóttir
Setti hér smá úrdrátt úr frétt mbl.is, ég er svo stolt af dótturinni og vona að henni farnist vel í nýju og krefjandi verkefni:

Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Geðhjálpar um helgina. Hún tekur við af Sigursteini Mássyni sem núna gengur úr stjórn eftir 12 ára aðkomu að starfsemi Geðhjálp.   Björt Ólafsdóttir er stjórnunarráðgjafi hjá Capacent. Í tilkynningu segir, að Björt þekki vel til geðheilbrigðismála, einkum málefna barna og unglinga af starfi foreldra hennar á Torfastöðum í Biskupstungum og sem starfsmaður geðdeilda Landspítalans um árabil.  Björt er með meistaragráðu í mannauðstjórnun frá Lundarháskóla í Svíþjóð og með B.A gráðu í sálfræði og kynjafræði frá HÍ. Hún leggur auk þess stund á meistaranámi heilsuhagfræði við HÍ.

 

Barnabörnin okkar

Posted on by drifa

Ofsalega eum við rík.  Fjögur heilbrigð og yndisleg barnabörn og öll á landinu.

Garpur Sætar mæðgurFrigg og StormurÍsey EldsdóttirStormur FannarssonGarpur BirgissonFrigg Fannarsdóttir

Skólaþing í Bláskógabyggð

Posted on by admin

Skólaþing hefur átt hug minn allan. Það tengist auðvitað ekkert hestunum en ég má bara til með að setja inn nokkrar myndir til að sýna öllum þann áhuga sem nemendur, kennarar og foreldrar barna í Grunnskóla Bláskógabyggðar sýndu á skólaþinginu. Það var mjög gaman að finna fyrir gleðinni og stoltinu af skólanum okkar og þeim frábæru einstaklingum sem eru í og koma að skólanum.

Ný vefsíða í loftið!

Posted on by admin

Ný vefsíða fyrir Torfastaði er loks komin í gagnið.

Torfastaðir eru í Biskupstungum, á leiðinni að Geysi og Gullfossi, um 88 kílómetra frá Reykjavík, mjög stutt frá Skálholti. Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir eiga Torfastaði og búa þar. Þar var einnig rekið Meðferðarheimilið Torfastöðum á árunum 1979-2004.

Njótið vel

Newer posts →